09.08.1915
Efri deild: 27. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 298 í B-deild Alþingistíðinda. (324)

12. mál, landhelgissjóður Íslands

Framsögum. (Sigurður Stefánsson):

Jeg tel að rjettara sje að bera þetta undir fjárlaganefnd Nd.; hún getur að vísu ekki nú þegar með vissu sagt, hvernig líta muni út með fjárhaginn í þinglok, en hitt veit hún með fullri vissu innan fárra daga, hvernig fjárlögin líta út samkvæmt tillögum hennar. Tel jeg því rjett að taka málið út af dagskrá nú, til þess að bera það undir álit beggja fjárlaganefnda þingsins, sem unnið hafa saman í fjárlögunum að þessu sinni. Komist þær að þeirri niðurstöðu, að landið geti ekki lagt fram þetta fje, og því beri að fella frumv., þá eru það að vísu mikil vonbrigði fyrir mig, en því verður þá að taka.