06.09.1915
Efri deild: 53. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 356 í B-deild Alþingistíðinda. (467)

107. mál, skoðun á síld

Framsögumaður (Kristinn Daníelsson):

Jeg þarf ekki mikið um frumvarpið að tala. Það hefir að eins orðið ein lítil breyting á því í háttv. neðri deild. Breytingin er sú, að umdæmi síldarmatsmannsins á Ísafirði á að ná frá Horni til Öndverðarness, í stað Látrabjargs. Meðan frumvarpið var á ferðinni í neðri deild kom fram ósk um þetta að vestan, því gjört er ráð fyrir að síldarútvegur muniaukast að miklum mun, t. d. í Grundarfirði, og þarf síldarmatsmaðurinn þá að ná þangað. Nefndin hefir ekkert við þetta; haft að athuga og leggur til að háttv. deild samþykki frumvarpið óbreytt, frá því sem það er nú.