10.09.1915
Efri deild: 57. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 551 í B-deild Alþingistíðinda. (579)

64. mál, aðflutningsbann á áfengi

Sigurður Stefánsson:

Jeg vil leyfa mjer að taka það fram, að hæstv. ráðh. játaði að til væru hliðstæð dæmi því ákvæði, sem jeg gjörði að umtalsefni, en hann gat þess jafnframt, að þetta væri undantekning frá grundvallarreglu laganna, sem grípa yrði til, til þess að vernda annan aðalatvinnuveg landsmanna, botnvörpuveiðarnar. En þessi sektarákvæði ná ekki nokkurri átt. Hvaða rjettmæti er í því, að sekta skipstjóra um 2000 kr. fyrir það,

að einn af hásetum hans laumar 3 pelum af whisky í land frá Englandi? En eins og jeg tók fram, gleður það mig, að hæstv. ráðherra skyldi játa að þetta væri undantekning frá grundvallarreglu laganna.