13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 598 í B-deild Alþingistíðinda. (647)

93. mál, hagnýting járnsands

Framsm. (Karl Finnbogason):

Jeg vona að frv. þetta verði nú samþ. hljóðalaust við þessa umræðu. Ágreiningurinn, sem hjer var um daginn út af þessu máli, verður væntanlega jafnaður með þingsályktunartillögu þeirri, sem er 7. mál á dagskránni í dag. Jeg leyfi mjer að vona, að háttv. deild samþykki bæði frumvarpið og þingsályktunartillöguna og vænti þess, að hæstv. forseti og háttv. deild hafi ekkert á móti því, þó jeg mæli með hvorutveggja í einu.