13.09.1915
Efri deild: 59. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (793)

109. mál, skipun dýralækna

Framsm. (Guðm. Björnson):

Háttv. þm. Skagf. (J. B.) dró í efa, að bændur gætu lært dýralækningar á stuttum tíma, en aftur hjelt hann að bændur gætu gjört það! (Jósef Björnsson: Farið með skepnur sínar).

Jeg gjöri þetta þetta ekki að neinu kappsmáli, en jeg hefi átt tal við bændur víðsvegar um landið, og eru því allvel kunnar skoðanir þeirra, og þeir líta eins og jeg á þetta mál.

Um dýralæknir á Vestfjörðum gjörir nefndin ekki að kappsmáli. En nefndin vill ekki stofna dýralæknisembætti það, á meðan enginn maður er til, til þess að gegna því, því hún óttast, að það yrði einhver ekki fullfær maður settur til að gegna því, eða að dýralæknirinn í. Reykjavík yrði skipaður til að gegna því gegn hálfum launum, og yrði það því að eins vasapeningar handa honum. En jeg skal greiða atkvæði með því á næsta þingi, ef maður er til, til þess að gegna því. (Hákon Kristófersson: Getur háttv. þingm. lofað að greiða atkvæði með því. á næsta þingi?) Á borð við þm. Barðstr.