14.09.1915
Efri deild: 61. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 711 í B-deild Alþingistíðinda. (801)

109. mál, skipun dýralækna

Framsm. (Guðm. Björnson):

Nefndin hefir komið með brtt. á þgskj. 979 við 3. málsgrein 1. gr. frv. Þessi brtt. á að tryggja það, að eigi sje farið að veita öðrum hvorum þeirra dýralækna, sem nú eru, helming launa þeirra, sem ætluð eru dýralækninum í Vestfirðingafjórðungi, þangað til læknir kemur þangað. Vjer höfum fordæmi fyrir þessu í löggjöfinni um stofnun nýrra læknishjeraða. Það hefir hvað eftir annað komið fyrir, að læknishjerað hefir verið klofið í tvö hjeruð, og má þar nefna til dæmis Strandahjerað. En það ákvæði hefir jafnan verið sett í lögin, að þau komi ekki í gildi; fyrr en embættið sje veitt. Í samræmi við þetta er tillagan á þgskj. 979. Nú hefir háttv. 2. þm. G. K. (K. D.) komið með brtt. við þessa brtt., þar sem hann leggur til að í stað orðanna „Breyting þessi gengur“, komi: „Ákvæði þessi ganga“. Jeg held það miður fara, að orða greinina eins og háttv. þingm. (K. D.) leggur til. Hjer er áreiðanlega um breyting á núgildandi lögum um dýralækna að ræða. Það er ætlast til, að bætt sje við tveimur nýjum dýralæknum. Sú breyting, að læknarnir verði fjórir í stað tveggja, á ekki að ganga í gildi fyrr en um leið og dýralæknar eru skipaðir í Austfirðingafjórðung og Vestfirðingafjórðung, en ákvæði greinarar eiga að öðru leyti að ganga strax í gildi. Að því stefnir brtt. nefndarinnar. En verði breytingartillaga háttv. þm. (K. D.) samþ., þá er stefnt í það horf, að skoða má svo sem hin nýju embætti sjeu stofnuð, þegar er lögin hafa öðlast gildi, og að beint liggi við, að setja dýralæknir, sem í öðru embætti er, til að þjóna hinu nýja embætti, þangað til það er veitt.

Jeg skýt því þess vegna til háttv. þm. (K. D.), hvort hann muni ekki vilja taka aftur brtt. sína.

Út af fyrri spurningu háttv. 2. þm. Skagf. (J. B.) við 2. umr. hvernig skilja ætti ákvæði 3. og 4. gr. um borgun til dýralækna fyrir ferðir þeirra, er þessu að svara. Í 3. gr. er talað um það, þegar dýralæknir ferðast í þarfir hins opinbera, þá á hann að fá 5 kr. í dagpeninga fyrir hvern dag, sem hann er að heiman; en ferðakostnaður skal honum endurgoldinn eftir sömu reglum, sem gilda um sýslumenn og bæjarfógeta. Það mun verða. ljósast, að jeg skýri með dæmi hvernig skilja beri 4. gr. Ef einhver bóndi gjörir dýralækni boð, með símskeyti eða á annan veg, að koma til sín, og dýralæknirinn. leggur sjer sjálfur alt til ferðarinnar, þá á hann að fá borgun eftir 3. gr., 5 kr. í fæðispeninga og ferðakostnað að auki. greiddan samkvæmt fyrirmælum þeirrar greinar. En ef bóndi sækir læknirinn og leggur honum til farkost og allan fararbeina, þá á hann ekki að borga honum. neitt fyrir sjálfa ferðina.

Jeg held að þetta geti ekki orðið misskilið.

Að endingu get jeg þess, að orðalag brtt. á þgskj. 979 er alveg hið sama og. haft hefir verið í lögum um stofnun nýrra læknahjeraða, þar sem löggjafarvaldið hefir ætlast til, að lögin kæmu eigi til framkvæmda fyrr en embættið væri veitt.