07.08.1915
Efri deild: 26. fundur, 26. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (874)

39. mál, fátækralög

Guðmundur Ólafsson :

Jeg er sammála háttv. þm. Seyðf. (K. F.) um það, að málið hafi ekki breytst til batnaðar hjá nefndinni, heldur til hins verra. Jeg er á þeirri skoðun, að sanngjarnt sje, að þeir sem styrks þurfa af sveit, fái hann þaðan, sem þeir lengst hafa unnið. Það virðist lítil ástæða til þess, þótt maður dvelji í fæðingarhreppi sínum, þangað til hann er 16 ára gamall, og flytur þá í burtu, áður en hann hefir unnið nokkuð til gagns, sje styrktur af því sveitarfjelagi, en aðrir hreppar; er hann sem vinnandi maður hefir dvalið í árum saman, að eins ekki nógu lengi samfleytt, til þess að vinna sjer sveitfesti, sleppi við allan kostnað við hann, er hann verður styrksþurfi. Á þessu ræðurfrv. nokkra bót, ef það nær fram að ganga,þó það sje lakara en hjá flm., og hreppar losna heldur við að bera kostnað af þeim, sem þegar flytja burt úr hreppnum 16 ára og ekki hafa orðið fæðingarhreppi sínum að öðru liði en því, að hann hefir kostað uppeldi þeirra. Jeg er því á þeirri skoðun, að sanngjarnt sje, að hver eigi þar framfærslurjett, sem hann hefir unnið lengst. Aðrar frekari athugasemdir getur nefndin athugað við 3. umr.