18.12.1916
Neðri deild: 2. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 153 í B-deild Alþingistíðinda. (232)

2. mál, útflutningsgjald af söltuðu sauðakjöti

Ráðherra (Einar Arnórsson):

Jeg get að mestu vísað til aths. við frv. En jeg vil gefa háttv. deild þær upplýsingar, að fregn hefir borist mjer um það, að hjer er ekki lengur um 300 tunnur að ræða, heldur 100 tunnur. Fyrst þetta er svo lítið, tel jeg eigi ástæðu til að leggja þennan toll á. Mjer væri kært að geta talað við nefnd þá, er skipuð verður í málið. (Sigurður Sigurðsson: Má ske ráðherra vilji taka frv. aftur?). Jeg sje ekki ástæðu til þessa að svo komnu; deildin getur gjört við málið það, sem hún vill.