09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 362 í B-deild Alþingistíðinda. (480)

41. mál, skaðabætur til farþeganna á Flóru

Einar Arnórsson:

Út af því, sem háttv. 1. þm. Húnv. (Þór. J.) drap á, skal jeg geta þess, að skaðabótakröfurnar voru við og við að berast til stjórnarinnar fram í nóvember. Það er því eigi mjög langt síðan þær voru sendar út. Og án þess að jeg viti, eða hafi umboð til segja það, býst jeg við, að svarið geti dregist, með því líka, að hinn málsaðilinn þykist víst hafa öðru þýðingarmeiru að sinna. Annars er það auðvitað á valdi núverandi stjórnar, hversu ríkt hún gengur eftir skaðabótunum við ensku stjórnina.