06.01.1917
Neðri deild: 16. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 517 í B-deild Alþingistíðinda. (584)

37. mál, lánveiting til raflýsingar á Ísafirði

Bjarni Jónsson:

Jeg verð að taka í sama strenginn og háttv. þm. N.-Ísf. (Sk. Th.). Auðvitað er það banatilræði við þetta mál að setja það í nefnd nú, þegar 5 mínútur eru látnar gilda fyrir 2 sólarhringa. Ef næsti fundur verður nú haldinn eftir 5 mínútur, þá er sennilegt að málið hlyti að sofna í nefndinni, og er það því sama, sem að drepa það, að setja það þangað. Ef ljúka á 20 málum á tveim sólarhringum, þá er bersýnilegt, að það verður að fjölga sólarhringum drjúgum. Þetta mál hefir gengið í gegnum Ed. og er því óhæfa, að setja það í nefnd hjer, enda er það ótvírætt banatilræði.