09.01.1917
Neðri deild: 18. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 546 í B-deild Alþingistíðinda. (622)

35. mál, lán til garðræktar

Pjetur Jónsson:

Jeg tel það víst, að till. þessi sje fram komin í góðum tilgangi, en mjer þykir hún nokkuð lausleg.

Álít jeg, að ekki sami, að fara svo með fje landssjóðs, að lauslega mætti kallast með farið, en hjá því yrði ekki komist, ef till. yrði samþykt.

Það er mín skoðun, að mál þetta hefði átt að fara í gegnum tvær nefndir, fyrst landbúnaðarnefnd og síðan fjárveitinganefnd.

Tillagan hefir tvær hliðar, landbúnaðarlega, að því er hún ræðir um stækkun matjurtagarða, og fjárhagslega, að því er snertir lánveitingar. En þar sem jeg býst ekki við, að tími vinnist til að leggja málið fyrir tvær nefndir, þá vil jeg leggja það til, að því verði vísað til fjárveitinganefndarinnar.