08.01.1917
Efri deild: 14. fundur, 27. löggjafarþing.
Sjá dálk 147 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

18. mál, rannsókn á hafnarstöðum

Kristinn Daníelsson:

Jeg er meðmæltur þessari till., enda þótt jeg að hinu leytinu álíti hana ekki beint nauðsynlega, því að till. er frá síðasta Alþingi, þess efnis, að þetta verði rannsakað.

Jeg mun samt greiða till. ásamt viðaukatill. hv. 4. landsk. þm. (G. G.) atkv. mitt. En jeg vil um leið taka það fram, að fleiri till. kunna að koma fram sama efnis. Og mun jeg koma fram með eina við 2. umr. þessa máls, og vonast þá eftir svo góðum undirtektum frá hv. deild, að hún fái fram að ganga. Jeg hugsa mjer að bæta við enn einum stað; það eru Gerðar í Garði, og er þess mikil þörf, að sá staður verði rannsakaður, en jeg ætla ekki að lýsa því neitt nú; læt það bíða til síðari umr. þessa máls, er jeg kem með till.