06.08.1917
Neðri deild: 26. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1384 í B-deild Alþingistíðinda. (1208)

92. mál, stofnun alþýðuskóla á Eiðum

Björn Stefánsson:

Jeg ætlaði mjer ekki að taka til máls við þessa umr. málsins, en það var að eins fyrirspurn háttv. 1. þm. Árn. (S. S.), sem kom mjer af stað, um það, hvernig búnaðarnámsskeiðinu skyldi háttað. Frá mínu sjónarmiði er það meiningin, að það verði jarðræktarnámsskeið. Það er stór flokkur manna fyrir austan, sem ekki vill, að slept verði búnaðarkenslu, en þar er líka annar flokkur, sem óskar eftir alþýðuskóla, og í þessu frv. er hvorttveggja sameinað, til að sætta báða, en flutningsmenn munu aðallega hafa átt við jarðrækt, og til að taka þetta skýrar fram hefi jeg hugsað mjer að koma með brtt. um að breyta búnaðarnámsskeið í jarðræktarnámsskeið, við 3. umr. málsins.