22.08.1917
Neðri deild: 40. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1512 í B-deild Alþingistíðinda. (1425)

146. mál, almenn hjálp

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg tók það þegar fram við 1. umr. frv. þess, er jeg flutti, að jeg gengi út frá því, að þingið gerði eins mikið og það gæti til þess að útvega mönnum vinnu. Að öðru leyti þarf jeg ekki að svara háttv. þm. V.-Ísf. (M. Ó.), af því að við erum á sömu skoðun um þetta; en hitt hefi jeg altaf sagt, að þetta eitt út af fyrir sig dygði ekki.