18.08.1917
Neðri deild: 37. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1566 í B-deild Alþingistíðinda. (1487)

162. mál, bráðabirgðahækkun á burðargjaldi

Frsm. (Magnús Guðmundsson):

Þetta frv. er frá fjárhagsnefnd, og er, eins og næstu frv. á dagskránni, ætlað til þess að bæta úr tekjuhalla þeim, sem væntanlega verður á næsta ári. Það gengur út á að tvöfalda burðargjald, frá því er lögin komast í gildi og til ársloka 1919. Þessi tekjuauki mun nema um 80—100 þús. kr. á ári, og verður varla hætt við, að þetta gjald komi mjög tilfinnanlega niður, heldur mun það ganga nokkurn veginn jafnt yfir alla. Kostnaður allur við póstflutning hefir aukist stórum síðustu ár, og er því ekki nema sanngjarnt að taka nokkru hærra gjald af sendendum.

Annars sje jeg ekki ástæðu til að fjölyrða.