20.07.1917
Efri deild: 12. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1866 í B-deild Alþingistíðinda. (1835)

66. mál, gjöld til holræsa og gangstétta á Akureyri

Flm. (Halldór Steinsson):

Jeg þykist hafa gert svo ítarlega grein fyrir þessu frv., að frekari útskýringa ætti ekki að þurfa.

Frumvarp þetta fer fram á, að Arnarstapa, Skógarstrandar- og Hallbjarnareyrarumboð verði undanskilið lögum frá 20. okt. 1913, þannig, að forstaða þess verði framvegis, eins og hingað til, falin sjersökum manni, en ekki hreppstjórum, hverjum í sínum hreppi. Enn fremur er farið fram á, að þessi umboðsmaður hafi 10% af eftirgjöldunum í laun fyrir starfa sinn, og er það alt að helmingslækkun frá því, sem nú er, 16 ?%. Þetta er langstærsta og tekjumesta umboð landsins, og er ekki fyrirsjáanlegt, að það rýrni í bráðina. Margar stórar jarðir heyra undir það og sumar nálægt kauptúnum og í kauptúnum. Þessar jarðir mundu alls ekki fást keyptar, þrátt fyrir áframhaldandi þjóðjarðasölu, nema ef kauptúnin færu þess á leit til eigin þarfa.

Jeg vil taka það fram, að það er alls ekki ætlun mín með þessu frv. að kasta neinni rýrð á hreppstjórana, eða lýsa neinu vantrausti á þeim. En hitt ætti að vera augljóst, að þessu starfi er betur borgið í höndum eins manns en ef því er skift milli margra manna. Jeg verð að segja fyrir mitt leyti, að ef jeg ætti 20 jarðir í einni sýslu — hvað þá heldur 70 eða 80, eins og hjer stendur á — þá vildi jeg heldur fela umsjón með þeim einum manni með 10% launum en 15 mönnum með 6% launum. Hins vegar er mjer kunnugt um, að hreppstjórarnir í þeim hreppum, þar sem umboðsjarðirnar eru flestar og stærstar, vilja fegnir losna við starfið, þykir það altof illa launað, borið saman við fyrirhöfnina, sem því fylgir, því að öll innheimta er þar erfiðari en víða annarsstaðar. En þótt þessu sje svona varið með hreppstjórana, þá er starfið aðgengilegra fyrir einn mann, sem hefir umsjón með öllum jörðum umboðsins, með þeim launum, er þetta frv. fer fram á.

Jeg býst ekki við, að annað verði móti þessu frv. haft en ef einhverjum finst svo mikið til um þessa launahækkun, 10% úr 6%. En jeg get ekki annað sagt en að sú ástæða sje harla lítilfjörleg; þau útgjöld mundu margborga sig með betri umsjón jarðanna.

Þá er að endingu ákvæðið um, að umboðsmaðurinn skuli sitja við Snæfellsjökul. Ástæðan til þess er auðsæ. Þar eru flestar jarðirnar og þar er mest að gera.

Jeg ætla svo ekki að orðlengja meir um þetta við þessa umr., en mælist til þess, að frv. verði vísað til 2. umr. og falið allsherjamefnd til meðferðar.