14.08.1917
Neðri deild: 33. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2128 í B-deild Alþingistíðinda. (2202)

154. mál, fóðurbætiskaup

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Af því, að enginn tekur til máls, vil jeg leyfa mjer að segja örfá orð. Jeg sje ekki, að landsstjórnin geti haft neitt á móti því, að till. sje samþ., og því til styrkingar vil jeg geta þess, að símað hefir verið í hvert lögsagnarumdæmi og spurt eftir því, hvort menn óski þar fóðurbætiskaupa. Enn fremur hefir stjórnin grenslast eftir, hvort hægt mundi að fá síld frá Eyjafirði, sem þar er geymd síðan í fyrra.