15.09.1917
Efri deild: 58. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2146 í B-deild Alþingistíðinda. (2233)

157. mál, landsreikningarnir 1914 og 1915

Fjármálaráðherra (S. E.):

Jeg vildi að eins mæla nokkur orð, í tilefni af fyrirspurn hv. þm. Ísaf. (M. T.) um það, hvernig á skekkju þeirri stæði, sem um getur í 163. athugasemd yfirskoðunarmanna landsreikninganna um landsreikninginn 1916.

Í skýrslu, sem yfirskoðunarmönnum barst frá hr. Þórði Sveinssyni, er skuld verslunarinnar við landssjóð í árslok 1915 talin kr. 451560,63

en í landsreikningunum er talið standa í versluninni — 1096084,90

Skekkja þessi stafar af því, að í yfirlitinu, á bls. 80, er ekki eingöngu talið það fje, er landssjóður hefir lagt til verslunarinnar, heldur einnig víxlar, er landssjóður hafði undirritað, en komu ekki til útgjalda úr landssjóði. Þeir víxlar námu kr. 810000,00

og verður sú fjárhæð, sem í versluninni stóð í

peningum og víxlum, talsvert meiri en áðurnefnd

skýrsla á bls. 80 sýnir, og mun jeg síðar víkja

að því atriði.

Í árslok 1914 er innieign landssjóðs í versluninni

talin í skýrslu hr.

Þórðar Sveinssonar kr. 373929,45

en LR telur hana vera — 394315,85

Hjer skakkar um kr. 20386,40

sem innieign landssjóðs

er talin lægri í skýrslunni heldur en í LR;

Þessi mismunur liggur í

fjárhæðum, sem fara á

milli ára í reikningunum.

Þær eru taldar 1914 í

landsreikningi, en bókaðar

1915 í verslunarreikningi.

Í sömu skýrslu er innieign

landssjóðs í versluninni í árslok 1915 talin — 451560,63

En í LR 1914 er innieign

þessi talin, svo sem

áður er sagt, kr.394315,85

og í LR 1915

er fjárframlag

landssjóðs til

verslunarinnar

talið (22. gr.17) kr. 131645,60

eða alls 1914 og 1915 . — 525961,45

Frá þessari upphæð ber

að draga reikningsvillu

1914, sem viðurkend er

af stjórninni, og nemur

sú villa kr. 21946,81

Enn fremur ber

að draga frá þeirrri upphæð kr. 52680,83

og stafar sú upphæð af

því, að af conto verslunarinnar

í Íslandsbanka höfðu verið greiddir vextir

og afborganir af láni

landssjóðs frá 1909. Alls

dregst þá frá kr. 74627,64

og verða þá eftir — 451333,81

Mismunurinn á þessari

upphæð og upphæð þeirri,

sem tilfærð er í áðurnefndri

skýrslu, er — 226,82

Er það símskeytakostnaður

Í Kaupmannahöfn fyrir verslunina. Í

skýrslu herra Þórðar

Sveinssonar er hann

færður landssjóði til tekna,

en stjórnarráðið leit svo á, að versluninni

bæri ekki að endurgreiða hann.

Nú hefi jeg gert grein

fyrir því, að þrátt fyrir

það, að skuld verslunarinnar

við landssjóð í árslok 1915 er talin í LR — 525961,45

en í skýrslu hr. Þórðar

Sveinssonar — 451560,63

er þó rjett að telja hana — 451333,81

Verður því komið samræmi

á milli LR og skýrslunnar, er kemur

til þeirrar hreinu peningainnieignar landssjóðs

í versluninni, sem er aðalatriðið.

Yfirlitið á bls. 80 virðist ekki hafa áhrif

á fjárhag landsins.

En ekki hefir enn þá

verið unt að fá samræmi

í yfirlit þetta. Samkvæmt

því er talið standa í versluninni kr. 1096084,90

en samkvæmt svörum

ráðherra við 149. aths.

yfirskoðendanna er sú upphæð talin:

Í peningum úr landsjóði,

samkvæmt áðursögðu: kr. 451333,81

Í lánum — 810000,00

Eða samtals: — 1261333,81

En af þeirri upphæð stóð

í bönkum hjer á landi

og vestan hafs — 53161,61

og ætti þá að standa

í versluninni — 1208172,20

í vörum og verslunarskuldum. Mismunurinn

á þessari upphæð, sem er

hin rjetta, og áðurnefndum kr. 1096084,90, sem

í skýrslunni á bls. 80 er talið standa

í versluninni, er: — 112087,30

Frá þessum mismun má

draga áðurnefnda skekkju — 74627,64

og er þá mismunurinn — 37459,66

Mjer er ekki enn ljóst, hvernig á þessum mismun stendur; hefi jeg ekki haft tækifæri til að rannsaka það ítarlega. En framvegis verður reikningsfærsla landssjóðs og landsverslunarinnar algerlega aðskilin, nema bein fjárframlög, og þarf því ekki að óttast framar ágreining um þessi efni.