25.08.1917
Neðri deild: 43. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 2171 í B-deild Alþingistíðinda. (2253)

170. mál, útibú í Árnessýslu frá Landsbanka Íslands

Forsætisráðherra (J. M.):

Jeg býst við, að landsstjórnin, hver sem hún verður, geti ekki gert mikið annað í þessu máli en skjóta því til landsbankastjórnarinnar. Jeg ímynda mjer, að það komi aðallega undir dóm landsbankastjórnarinnar, hve nær og hvar útibúið verður stofnað. En þó getur það vel haft einhverja þýðingu að samþykkja ályktun, nefnilega að bankinn hugsi þá frekar um að stofna útibúið heldur fyr en síðar. En hve nær hagur bankans verður svo, að hann geti stofnað útibú utan kaupstaða og stærri kauptúna, getur verið mikið vafamál, þegar litið er á það, að útibúið á Austurlandi á að ganga á undan. En, sem sagt, mjer þykir rjett að geta þess, að mjer sýnist alt þetta mál snúa mest að bankastjórninni.