21.07.1917
Neðri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 402 í C-deild Alþingistíðinda. (2719)

79. mál, einkaréttur til þess að veiða lax úr sjó

Pjetur Ottesen:

Jeg veit það vel, að veiði í sjó frá landhelgislínu, alt að 60 föðmum frá landi, er öllum frjáls. En hjer er gerð tilraun til að gera hana ófrjálsa. Hitt veit jeg og, að ef veiðiaðferðir þessa manns eiga nokkra framtíðarvon hjer á landi, þá muni Íslendingar geta kynst þeim á langtum kostnaðar- og hættuminni hátt. Jeg held því fast við ósk mína um, að frv. verði þegar felt.