02.08.1917
Neðri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 457 í C-deild Alþingistíðinda. (2776)

107. mál, merkjalög

Magnús Guðmundsson:

Jeg skal geta þess, til athugunar fyrir hv. nefnd, að jeg álít það vera alveg nóg, að sýslumönnum væri gert að skyldu að fara í gegnum landamerkjabækurnar og senda svo hreppstjórum skýrslur um, hvaða jarðir í hverjum hreppi hefðu ekki þinglesin landamerki, og jarðeigendum gert að skyldu að bæta úr þessu innan ákveðins tíma, að viðlögðum sektum.