06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 485 í C-deild Alþingistíðinda. (2800)

107. mál, merkjalög

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Það voru að eins örfá orð. Jeg vildi þakka hv. þm. N.-Ísf. (S. St.) fyrir þá traustsyfirlýsingu, sem hann gaf stjórninni að endingu, og þá einkum atvinnumálaráðherranum. Jeg býst við, að ekki mundi skorta fyrirspurnir, ef ekki væri búið að undirbúa þetta mál fyrir næsta þing, en það er þá að svara þeim, þegar að þeim kemur, ef málinu verður vísað til stjórnarinnar og ekki hefir unnist tími til að koma fram með það í frv. formi.