02.08.1917
Neðri deild: 23. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 490 í C-deild Alþingistíðinda. (2806)

115. mál, tollalög fyrir Ísland

Flm. (Jörundur Brynjólfsson):

Á aukaþinginu í vetur flutti jeg frv. um þetta efni. Var því þá vísað til fjárhagsnefndar, en hún kom aldrei með álit sitt um málið. Þar sem sykurtollurinn er einhver ósanngjarnasti skatturinn, sem þekkist hjer í landi, virðist töluverð ástæða til að ætla, að þingið sje fáanlegt til að draga úr honum.

Jeg geri það að tillögu minni, að frv. verði vísað til fjárhagsnefndar, að umr. lokinni, og vænti þess, að hún komi með álit sitt áður en of seint er orðið.