14.08.1917
Neðri deild: 33. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 541 í C-deild Alþingistíðinda. (2852)

136. mál, aðflutningsbann á áfengi

Benedikt Sveinsson:

Jeg vil telja fult eins rjett að bera fyr upp þá dagskrá, sem fyr var lýst í heyranda hljóði. Það er ekki regla að bera fyr upp þá dagskrá, er fyr kemur til forseta, allra síst ef hún er afhent í pukri. Hitt samkvæmara hlutarins eðli, að sú tillaga sje fyr borin undir atkvæði, er þingheimur hefir fyr heyrt og haft betri tíma til að átta sig á.