27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 670 í C-deild Alþingistíðinda. (2954)

86. mál, innheimta og meðferð á kirknafé

Forseti:

Deildirnar hafa verið í vafa um, í hvaða nefndum ýms mikilsvarðandi mál ættu heima. Jeg hefi átt tal um þetta við forseta neðri deildar. Og okkur kom saman um, að ein föst nefnd í báðum deildum hefði lítið að starfa, sem sje mentamálanefndin. Og okkur fanst, að öll kirkjumál og heilbrigðismál ættu heima í henni. Annars mun flokkun aðalmálanna í nefndir verða athuguð síðar. Jeg vildi skjóta þessu fram til íhugunar.