27.08.1917
Neðri deild: 44. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 708 í C-deild Alþingistíðinda. (3003)

124. mál, löggæsla

Magnús Pjetursson:

Það getur verið að það sje ókurteisi að fella þetta frv. strax. Deildarmenn geta sýnt með atkvæði sínu, hvað þeim finst um það.

En ef svo ólíklega skyldi vilja til, að frv, kæmist til nefndar, vil jeg benda háttv, nefnd, sem fær það til meðferðar, á 2. gr. Þar segir, að ferðakostnaður og dagpeningar skuli greiðast eftir reikningi. Þótt launin sjeu ekki áætluð há, þá getur þetta orðið álitleg fjárupphæð, þegar saman kemur, ef tollgæslumenn mega á landssjóðs kostnað hlaupa, þegar þeim þóknast, eftir allskonar slúðursögum, landshornanna í milli.