06.09.1917
Neðri deild: 53. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 729 í C-deild Alþingistíðinda. (3042)

178. mál, laun íslenskra embættismanna

Bjarni Jónsson:

Sjálfsagt mun jeg ekki verða verri í garð frv. þessa en hv. 1. þm. Árn. (S. S.), ef að vanda lætur. En hins vegar vildi jeg leyfa mjer að spyrja hæstv. stjórn, hvort hún hugsi til að sinna málaleitun, sem nýlega hefir komið til þingsins frá kennurunum við Háskólann, um breytingu og bót á launakjörum þeirra. Hvað sem öðru líður, tel jeg víst, að sú málaleitun megi eiga von á öruggu fylgi háttv. 1. þm. Árn. (S. S.).