14.09.1917
Neðri deild: 60. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 738 í C-deild Alþingistíðinda. (3052)

178. mál, laun íslenskra embættismanna

Flm. minni hl. (Magnús Guðmundsson):

Jeg er hissa á því, ef háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) hefir dottið í hug, að brtt. mín væri borin fram til að rýra sæmd justitiarii. Þessu neita jeg algerlega, og jeg trúi ekki, að háttv. þm. S -Þ. (P. J.) líti svo á í raun og veru. Tillaga mín er þvert á móti miðuð við það, sem jeg bjóst við að gengi fram. Því get jeg bætt við, að ef háttv. þm. S.-Þ. (P. J.) vill greiða brtt. minni atkvæði við þessa umr., þá er jeg fús á að koma með brtt. til 3. umr., í þá átt, sem hann hefir bent á, ef jeg sje nokkrar líkur til, að hún gangi fram.