10.09.1917
Efri deild: 52. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 758 í C-deild Alþingistíðinda. (3067)

189. mál, frestun á skólahaldi

Forsætisráðherra (J. M.):

Háttv. framsögumaður fjárveitinganefndar (E. P.) sagði, að jeg hefði borið þessari hv. deild eyðslusemi á brýn. Jeg hefi aldrei sagt eitt orð í þá átt. Hitt sagði jeg, að fjárlögin bæru þess ekki merki, að mönnum virtist sjerstök ástæða til sparnaðar, og þá ekki heldur til skólanna.

Og sannleikurinn er líka sá, að ekki hefir verið sýnt fram á, að svo mikil neyð standi fyrir dyrum, að hún afsaki þessa meðferð á skólunum.