27.07.1917
Neðri deild: 19. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 995 í C-deild Alþingistíðinda. (3346)

102. mál, fiskveiðar á opnum skipum

Flm. (Matthías Ólafsson):

Jeg hafði ekki veitt því eftirtekt, að komið hefir fram frv. frá stjórninni um fiskveiðasamþyktir, þar sem safnað er saman í eitt öllu, sem þetta varðar, gömlu og nýju. Jeg get því tekið frv. aftur, og í stað þess gert brtt. við stj.frv. Þess vegna skal jeg ekki tala um málið á þessu stigi; mjer gefst tækifæri til þess, þegar stj.frv. og brtt. koma til umræðu. Fyrir því vil jeg biðja hæstv. forseta að taka frv. aftur.