27.08.1917
Sameinað þing: 5. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 16 í B-deild Alþingistíðinda. (3757)

Kjörbréfanefnd

Varaforseti (Sigurður Eggerz); Vegna fráfalls Skúla heit. Thoroddsens, þm.

N.-Ísf., þarf að kjósa einn mann í kjörbrjefanefnd, og það er nauðsynlegt, að það sje gert nú þegar, því að hinn nýkosni þingmaður kjördæmisins, Sigurður prestur Stefánsson, er mættur til þingsetu. Nefndin þarf því strax að athuga kjörbrjef hans.

Jeg skal geta þess, að Sjálfstæðisflokkurinn, er tilnefndi Skúla heit. Thoroddsen í nefndina, hefir komið sjer saman um að tilnefna í hans stað hv. þm. Dala. (B. J.), og ef enginn hefir neitt að athuga, tel jeg hann rjett kjörinn í nefndina.

Engin andmæli komu fram, og lýsti því forseti kosinn í kjörbrjefanefnd

Bjarna Jónsson.