08.09.1917
Efri deild: 51. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 974 í B-deild Alþingistíðinda. (481)

16. mál, dýrtíðaruppbót handa embættis- og sýslumönnum landssjóðs

Guðmundur Ólafsson:

Jeg þarf ekki að segja mikið, því að þetta er ekki í fyrsta sinni, sem háttv. 4. landsk. þm. (G. G.) lýsir mjer hjer fyrir háttv. deild, og jeg læt mig það engu skifta. En líklega er hann rjettlátasti maður í þessari háttv. deild, því að altaf hefir hann rjettlætið á vörunum. Hann skýrði svo starf háttv. nefndar, að hún hefði verið að spara fje landssjóðs, en nú segir hann, að hún hafi verið að spara ranglæti þingsins. En það er nú nokkuð sitt hvað, ranglæti Alþingis og landssjóður.