06.07.1917
Neðri deild: 4. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (501)

19. mál, ráðstafanir út af Norðurálfuófriðnum

Einar Arnórsson:

Jeg vildi að eins leyfa mjer að vekja athygli á því, hvort ekki mundi vera ástæða til að endurskoða þessi lög, sem búin voru til upp úr eldri lögum í vetur. Sýnist mönnum þess þörf, þá leyfi jeg mjer að leggja til, að frv. verði vísað til bjargráðanefndar. Mætti eins vel gera það við 2. umr., þótt ekki verði það gert í dag.