04.09.1917
Efri deild: 47. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1019 í B-deild Alþingistíðinda. (561)

153. mál, vitagjald

Frsm. (Halldór Steinsson):

Jeg sje, að háttv. þm. Ísaf. (M. T.) er ekki enn af baki dottinn. Nú hefir hann enn komið með brtt á þgskj. 758, sem fer í þá átt að hækka vitagjaldið um 5 aura. Jeg býst við, að ef umr. hefðu verið fleiri en 3, mundi hann hafa komið með 2 aura hækkun við næstu umr.

Jeg skal geta þess, að fjárhagsnefndin hefir ekki rætt þessa brtt. í heild sinni; jeg get þess vegna ekki lýst afstöðu nefndarinnar í heild sinni. En jeg býst þó við, að hún vilji ráða háttv. deild til að samþykkja frv. óbreytt. Það gæti ef til vill orðið erfiðara fyrir lögreglustjórana að margfalda lestatöluna með 35 aurum heldur en 40 aurum. En jeg hygg samt, að sá erfiðleiki eigi ekki að hafa nein áhrif á úrslit málsins.