27.07.1917
Efri deild: 16. fundur, 28. löggjafarþing.
Sjá dálk 1061 í B-deild Alþingistíðinda. (657)

9. mál, sjúkrasamlög

Frsm. (Kristinn Daníelsson):

Jeg þykist skilja ummæli hæstv. forsætisráðh., en jeg hygg samt, að það megi samþykkja breytingartillögu nefndarinnar, og þessara orða sje ekki þörf þarna, og það því fremur, sem það er tekið fram í 4. gr., að þetta eigi að færa inn í lögin, svo að þau verði ein heild, og getur því ekki verið að tala um árekstur milli þeirra fjelaga, sem eru og verða. Annars er nefndinni þetta ekkert kappsmál.