21.06.1918
Efri deild: 48. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1139 í B-deild Alþingistíðinda. (1221)

97. mál, efniviður til opinna róðrarbáta

Atvinnumálaráðherra (S. J.):

Jeg hjelt, að einhver mundi taka til máls, til þess að skýra hvernig ætlast er til, að þingsál. þessi verði framkvæmd, því að jeg álít till. sjálfa alls ekki nógu ljósa í því efni.

Þar er ekki beinlínis heimilað fje til þess að kaupa efnivið fyrir, ef landsstjórnin getur ekki útvegað hann með öðru móti.

En ef til þess er ætlast, að ekki verði lengra gengið en að landsstjórnin geri ráðstafanir til útvegunar hjá þeim, sem annast aðflutninga til landsins, þá er hægt við það að una, En eftir till. get jeg ekki búist við, að lengra verði gengið.