17.05.1918
Neðri deild: 25. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1257 í B-deild Alþingistíðinda. (1358)

50. mál, kolanám í Gunnarsstaðagróf

Atvinnumálaráðherra (S. J ):

Eins og tekið hefir verið fram, er till. frá Ed. um að styrkja kolanám í Gunnarsstaðagróf. Þegar málið var þar til umr., ljet jeg í ljós þá skoðun, að ef gengið væri inn á þessa braut, væri með því gefin grundvallarregla gagnvart öðrum líkum málaleitunum. En hjer finst mjer vera um svo mikið atriði að ræða, að ekki eru tiltök á að slá því föstu með einni þingsályktun, enda mundi þá ilt að neita um svipaðar fjárhæðir hve nær sem vera skal og hver sem bæði um styrkinn. Jeg hygg líka, að það geti þótt íhugunarvert að styrkja kolanám, þar sem sýslufjelög eiga hlut að máli. En þó þykir mjer betra að veita ákveðinn styrk heldur en að fara inn á þá braut að miða bann við unna og burtflutta kolasmálest.

Viðvíkjandi beiðninni frá Hvammstangj, þá kom hún frá tveimur mönnum, sem fóru þess á leit að fá leyfi til þess að taka þar upp kol handa tveimur sýslustofnunum; var önnur stofnunin sjúkrahúsið á Hvammstanga, og hin var alþýðuskólinn þar. Jeg endurtek, að jeg tel málinu betur borgið með brtt. heldur en eins og það kom frá háttv. Ed.