05.06.1918
Neðri deild: 40. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1303 í B-deild Alþingistíðinda. (1431)

67. mál, þóknun handa Jóhannesi pósti Þórðarsyni

Bjarni Jónsson:

Jeg stend að eins upp til þess að láta menn vita, að mjer er kunnugt um, að hvert orð, er háttv. sessunautur minn (S. St.) hefir sagt um þennan mann, er nákvæmlega rjett. Það er sannast að segja, að maðurinn er alstaðar vel kyntur, ekki einungis sem nýtur starfsmaður landsins, heldur og sem valinkunnur sæmdarmaður. Við erum kunnugir frá því er við báðir vorum fyrir innan fermingu, og get jeg því borið um þetta. Jeg vil því styðja mál hans sem mjer er unt.