22.05.1918
Efri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 395 í B-deild Alþingistíðinda. (181)

36. mál, stimpilgjald

Karl Einarsson:

Jeg ætla að eins að minnast á eitt atriði. Jeg vildi sem sje skjóta því til háttv. nefndar í málinu, hvort ekki sje rjettara, áður en það kemur til 3. umr., að ákveða, hver á að borga stimpilgjaldið af vörum lands talar hjer um, eru nú einmitt þær, að sá, sem flytur vöruna út, hann greiði kostnaðinn frá því að hann eignast vöruna, og landsstjórnin á því hjer að sjálfsögðu að greiða stimpilgjaldið af farmskránni. Að minsta kosti vildi jeg biðja háttv. nefnd að athuga, hvort þetta sje ekki rjett hjá mjer. Það mun og áreiðanlegt, að á þann, sem kaupir af stjórninni, er ekki hægt að leggja neitt af hjer umræddum kostnaði, og þá ekki heldur stimpilgjaldið.