23.05.1918
Neðri deild: 29. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 526 í C-deild Alþingistíðinda. (1912)

51. mál, námurekstur landssjóðs á Tjörnesi

Bjarni Jónsson:

Samkvæmt þingsköpum hefir framsm. leyfi til að tala þrisvar í máli hverju, en aðrir þingm. tvisvar. Hv. framsm. (G. Sv.) hafði þegar talað þrisvar, og nú hefir honum verið leyft að taka til máls í 4. sinn. Þykir mjer því rjettur okkar þingm., sem beðist höfum hljóðs, fyrir borð borinn, ef við fáum ekki að taka til máls í 2. sinn. Jeg fæ ekki sjeð, að hv. framsm. (G. Sv.) hafi meiri heimild til þess að halda 4 ræður heldur en jeg og aðrir 2.