08.07.1918
Neðri deild: 65. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 575 í C-deild Alþingistíðinda. (1973)

114. mál, laun tveggja kennara Flensborgarskólans

Matthías Ólafsson:

Jeg ætla að eins að geta þess, að skrifstofustjórinn hvíslaði því að mjer, að þetta svar frá stjórninni væri komið, en sökum þess, að það var formgallað, — vantaði á það eina undirskrift,—þá var ekki hægt að leggja það fram. En hann segir mjer, að í þessu svari leggi stjórnin á móti því, að þessir kennarar fái laun greidd úr landssjóði. Og mjer finst ekki nema eðlilegt, að stjórnin sje á móti því, að greitt sje úr landssjóði annað en það, sem brýn skylda býður. — Jeg ætlaði ekki að segja neitt annað en að láta hv. deild vita um þetta.