15.07.1918
Sameinað þing: 7. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 625 í C-deild Alþingistíðinda. (1997)

115. mál, heildsala

Flm. (Magnús Torfason):

Jeg hefi ekki ástæðu til að segja margt; umræðurnar hafa upp á síðkastið allar verið till. í vil. Jeg get verið ánægður yfir því, að till. hefir komið fram. Umr. þær, sem hafa orðið, munu annars vegar herða á heildsölunum að birgja landið, svo þeir þurfi ekki að bera kinnroða fyrir að láta verða vöruskort; hins vegar munu umr. verða til þess, að stjórnin fær hjeðan af ekki að sofa í ró. Almenningur mun áreiðanlega fylgja framkvæmdum hennar í þessu efni með athygli. Mjer er því nóg, að till. hefir komið fram, hvernig sem atkvæði kunna að falla.