16.05.1918
Neðri deild: 24. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 409 í B-deild Alþingistíðinda. (204)

37. mál, hækkun á vörutolli

Jörundur Brynjólfsson:

Jeg á hjer brtt. við þetta frv, á þgskj. 115. Hún er smávægileg, að eins ofrbreyting, að í staðinn fyrir „helming (100%)“ komi bara „100%“. Það er farið að tíðkast að telja það helmingshækkun á verði eða gjaldi, ef hækkar um 100%. Er þá orðið algengt að setja það til skýringar, að með helmingi sje átt við 100%. En þetta er ekki rjett. 100% er ekki hækkun um helming, heldur tvöföldun. Háttv. fjárhagsnefnd kemst rjett að orði í nál., en í brtt. kemur svo þetta, sem jeg vildi leyfa mjer að leiðrjetta með minni till. Reikningslega sjeð er hækkun um helming sama sem 50%.

Þó að jeg sje algerlega mótfallinn þessu frv., þá vil jeg, eins og nú er ástatt, ekki bregða fæti fyrir það, sökum þess, hve erfitt er að fá nokkrar tekjur. Jeg verð að beygja mig fyrir erfiðleikunum og nauðsyninni á tekjuauka, þótt jeg sje algerlega mótfallinn þeirri stefnu, sem fram kemur í frv.