04.06.1918
Neðri deild: 39. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 944 í C-deild Alþingistíðinda. (2222)

82. mál, landsverslunin

Pjetur Ottesen:

Jeg skal ekki lengja mikið umr., en jeg verð þó að segja nokkur orð viðvíkjandi ræðu hv. frsm. (P. J.), að því er hún laut að brtt. mínum. Mjer hefir aldrei komið það til hugar, að sveitarfjelög mundu fara að skifta við landsverslunina beint þar, sem þeim væri óhagræði í því. Þar, sem svo stæði á, mundu þau hjer eftir sem hingað til reka verslunina áfram við kaupmenn og kaupfjelög. Og þar, sem kaupfjelagsskapur er, kemur þetta auðvitað ekki til. En þar, sem svo stendur á, að sveitarfjel. er það haldkvæmast, ódýrast og best, og öll skilyrði til þess eru fyrir hendi, þá virðist það næsta illa til fallið að gera gyllingar til þess að gera vöruna dýrari með því að þvinga inn óþarfa milliliðum. Og eins og hv. þm. N.-Þ. (B. Sv.) tók rjettilega fram, mundi það mælast mjög illa fyrir hvarvetna, ef svo væri að farið.

Þar sem þessi þjóð stynur undir oki dýrtíðarinnar, þá ber að forðast alt það, er gerir vöruna dýrari.

Þá vildi hv. frsm. (P. J.) halda því fram, að sýslumenn væru nauðsynlegir milliliðir, og að það væri verra fyrir landsverslunina að skifta við sveitarfjelögin heldur en við kaupmenn og kaupfjelög. Jeg skil ekki, á hverju hann byggir þetta, því jeg er þess viss, að landsverslunin fleygir ekki vörunum út í neina óvissu, hvorki til kaupmanna, kaupfjelaga eða sveitarfjelaga. Og ef nú varan yrði ekki borguð út í hönd, þá býst jeg við, að heimtuð verði nægileg trygging fyrir borguninni. Jeg sje ekki, að nein rök mæli fremur á móti því að þessu leyti, að sveitarfjelögin snúi beint til landsverslunarinnar, heldur en kaupmenn og kaupfjelög.

Þá mintist hv. sami þm. (P. J.) á, að ef farið yrði að leggja upp vöru í stórum stíl á einhverjum stöðum utan Reykjavíkur, þá þyrftu sýslumennirnir að vera til eftirlits. Þar er jeg algerlega á annari skoðun. í slíku tilfelli álít jeg einmitt miklu heppilegra, að fela umsjón með þeim birgðum einhverjum öðrum en sýslumönnum. Við vitum allir, að sýslumannsstarfið er aðalstarf og ekkert smástarf, sje það vel rækt, og ef þeir svo ofan á öll önnur störf sín ættu að fara að bæta á sig umsjón og eftirliti með slíkum vörubirgðum úti um kauptún og sveitir landsins, þá er það ekkert smáræðisstarf og getur heldur alls ekki samrýmst þeirra verulega verkahring. Það getur líka verið mjög mikið vafamál, hversu heppilegt það sje að blanda dómurum landsins mikið inn í víðtækt verslunarvastur. Það er sú alda vakin hjer, sem annarsstaðar, að dómarar ættu að vera sem allra óháðastir öllu vastri, sem þrætur geta af risið.

Þetta er komið svo langt hjer, að t. d. dómarar í yfirrjettinum mega ekki sitja á þingi.

Þá langar mig til þess að gera örstutta athugasemd við ræðu hv. atvinnumálaráðh. Hann vildi vefengja, að sýslumenn hefðu fengið borgun eða „prósentur“ af öðrum vörum en þeim, sem gengju gegnum þeirra hendur. En jeg hefi fengið upplýsingar um, og get nefnt dæmi þess, að þeir hafa eins fengið prósentur af vörum, sem aldrei háfa komið í þeirra hendur og þeir því hafa engin skifti haft af.

Jeg get leitt vitni að því hjer í deildinni, að svona hafi þetta verið.

Jeg þekki auk þess sjálfur, af eigin reynd, dæmi þess um vörur, sem keyptar hafa verið í landsversluninni og borgaðar út í hönd, að reikningur yfir þær vörur er færður á nafn sýslumannsins í viðkomandi sýslu, auðvitað í því augnamiði, að hann fái prósentur af upphæðinni.

Hæstv. forsætisráðherra þarf jeg ekki að svara, því að hann tók ekki beint fram annað en það, sem jeg hefi svarað með þessum orðum mínum.

En jeg get ekki leitt hjá mjer að svara nokkru ræðu hv. 1. þm. G.-K. (B. K.). (B. K.: Jeg er dauður.) Já, og það getur nú þm. sjálfum sjer um kent, en vitanlega rís hv. þm. (B. K.) upp aftur.

Jeg er hv. þm. (B. K.) sammála um það, að frjáls viðskifti og samkepni er það eina heilbrigða, sem öll viðskifti eiga að grundvallast og byggjast á, á eðlilegum tímum.

Jeg álít það heldur engan veginn rjett að útiloka kaupmenn og kaupfjelög frá því að nota fjármagn sitt og aðra aðstöðu til þess að reiða upp vörur, en það er nú svo komið fyrir rás viðburðanna, að stjórnin er til neydd að annast innflutning á öllum vörum og Stannda fyrir kaupum á þeim. En hvernig hann fer að setja þetta í samband við úthlutun vörunnar innanlands, það finst mjer dálítið hárugt. Og eins að vera að tala um stéttaríg í sambandi við, þó fáein svejtarfjelög versluðu beint við landsverslunina, án þess að borga milliliðaskatt; það finst mjer ekki vel við eigandi og fullkomlega ástæðulaust. (B. K.: það þarf að borga). Já, jeg veit, að það þarf að borga, en jeg geri ráð fyrir, að það þurfi að borga kaupmönnum vörurnar ekki síður en landsversluninni. Eða hyggur hv. þm. (B. K.), að kaupmenn muni gefa vörurnar? (B. K.: Sveitarfjelögin hafa ekki rekstrarfje). Hingað til hafa syeitarfjelögin ekki verið útilokuð með það að fá lán í bönkum og sparisjóðum, og auk þess eru í mörgum sveitarfjelögum svo vel stæðir menn, að þeir mundu lána sveit sinni, ef bankarnir brygðust. Kaupmenn hafa líka rekstrarfje sitt frá bönkunum.

Annars verð jeg að segja, að jeg felli mig illa við þann öreigastimpil, sem hv. 1. þm. G.-K. (B. K.) vill setja á sveitarfjelögin. Jeg hygg það ekki heldur heppilegt fyrir lánstraust landsins, að bankastjóri við þjóðbanka landsins láti slík orð falla hjer í þinginu. Hefir hv. þm. (B. K.) athugað það? Og það liggur við, að mjer verði á að setja þetta tal hans um sveitarfjelögin í samband við það, að hann hefir látið allsherjanefnd Ed. setja öreigastimpil á sjálfan sig.

Jeg vona, að breytingartillaga mín verði samþykt.