27.05.1918
Neðri deild: 32. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 1050 í C-deild Alþingistíðinda. (2297)

53. mál, hækkun á verði á sykri

Gísli Sveinsson:

Jeg bjóst við, að hæstv. atvinnumálaráðh. myndi svara fyrirspurninni frekar en hann hefir gert. Ekki svo að skilja, að jeg búist við, að hann þekki nú, fremur en áður, inn í alla króka og kyma þessa máls. Það er öllum vitanlegt, að hæstv. stjórn var mjög svo á reiki í þessu máli, þegar það gerðist, svo sem merin hafa rætt nú um hríð. Varð hún þá að vísa til annars manns, er umsjón hafði með versluninni, og sama mun víst raunin á enn þá. Þetta skal ekki lagt stjórninni til ámælis, en forstjórn landsverslunarinnar fór nú einu sinni eða hefir altaf farið fyrir ofan garð og neðan hjá henni. Við hinu mátti þó búast, að í haust, er landsverslunin þurfti samþykki stjórnarinnar til allra framkvæmda, hefði hún vitað nokkuð ger um allan hag verslunarinnar, í sambandi við þetta atriði, en komið hefir á daginn.

Hv. fyrirspyrjandi (E. A.) rakti málið eins og það kom fyrir og fullkomnar upplýsingar eru um. Því til andsvara er skýrsla hæstv. atvinnumálaráðherra, er vafalaust má telja bygða á því, sem stjórnin hefir fengið frá forstjóra landsverslunarinnar, er þá var. Þessi skýrsla hefir ekki vitund hnekt rökum hv. fyrirspyrjanda (E. A.) og því, sem fram hefir komið í málinu á opinberum mannfundum og í blöðunum.

Þegar verðhækkunin spurðist, varð úlfaþytur allmikill hjer í Reykjavík, og þótti almenningi sjer órjettur ger með henni. Og sú varð líka raunin á, að fyrst í stað kom hækkunin að eins niður á þeim, sem hjer búa og daglega þurftu að kaupa sykur, en þeir, sem gátu birgt sig upp til vetrarins eða keypt sykur annarsstaðar á landinu, sættu miklu betri kjörum.

Það er nú upplýst í málinu, að í hæsta lagi þurfti að hækka sykurinn um 6—7 aura á kg. En hvað verður? Forstjóri landsverslunarinnar og landsstjórnin ákveða að hækka verðið — ekki um þessa upphæð, heldur um 18—28 aura fram yfir þetta, eða högginn sykur um 25 aura kg. og steyttan um 35 aura. Þessi 18 og 28 aura álagning, sem umfram er hið rjetta, styðst ekki við neinn rjettan útreikning á birgðunum eða áætlun um það, hve hátt verðið þyrfti að vera.

Ef málið er athugað rjett, er ekki hægt að mæla þessu bót. Jeg býst því ekki við, að stjórnin vilji mæla því bót nú, að hækka að óþörfu og í gáleysi sykurverðið í nokkrum hlutum landsins um 18 og 28 aura á kg. Það er fyllilega upplýst, að þetta hefir verið gert í reiðileysi. Þeir, er um málið fjölluðu, höfðu ekki vit á því, hvað gera átti, og hafa framkvæmdirnar því orðið þessar, sem raun varð á.

Í svari sínu kom hæstv. atvinnumálaráðherra að 2. lið fyrirspurnarinnar, hvers vegna verðið hefði verið lækkað jafnskjótt aftur. Tók jeg eftir því, að auk andróðrar almennings, er var svo megn, að stjórnin hefði þurft að hafa góð gögn í höndum til þess að vinna bug á honum, hefði það ráðið miklu hjer um, að um þær mundir hafi fengist full vissa fyrir því, að hægt væri að fá ódýrari sykur frá Danmörku. Það er annars eitthvað einkennilegt um þennan danska sykur. Jeg veit þó ekki betur en að þegar á síðasta þingi, sem endaði, svo sem kunnugt er, í fyrra laust, nokkru áður en þetta gerðist, hafi nenn vitað um þennan sykurforða frá Danmörku. Um þetta var rætt í nefndum, og stjórnin sýndi bæði nefndum og einstökum þm. símskeyti, er að þessu lutu, svo að menn höfðu vissa von um þennan sykur með vægu verði. (Atvinnumálaráðh.: Menn voru í óvissu um flutningskostnað). Það hefir að eins verið vafamál, hvernig hægt væri að flytja sykurinn. En þegar til kemur og sykurverðið er hækkað, er sem landsstjórnin hafi ekki munað eftir þessu, hafi hækkunin verið bygð á því, að ekki fengist sykur frá Danmörku. En svo ber það til, að fregn kemur um þennan danska sykur, eftir því, sem hæstv. atvinnumálaráðh. segir, og er þá hlaupið upp til handa og fóta og verðið lækkað aftur. Jeg hygg þetta alt fremur hjal en ábyggilega skýrslu. Við áttum altaf von og vissu um sykur frá Danmörku, en að eins óvíst, hvernig eða hve nær hægt væri að flytja hann hingað. þetta gat því hvorki verið ástæða til að hækka sykurverðið, nje heldur lækka það aftur.

Sú var önnur ástæða hæstv. atvinnumálaráðherra fyrir lækkuninni, að í sömu andránni hafi verið afráðið að skifta um forstjóra fyrir landsversluninni. Hafi þá verið ákveðið að fella hækkunina úr gildi, en hana hefir stjórnin þó ekki viðurkent óþarfa, og lækka verðið aftur; láta hina nýju forstjórn verslunarinnar ráða fram úr málinu. Þetta er allógreinilegt. En hitt er skiljanlegt, að um þessar sömu mundir hafi stjórninni orðið það ljóst, að brýn nauðsyn bar til að skifta um forstjóra fyrir landsversluninni. En sem ástæða fyrir verðhækkuninni verður þetta ekki fært, því að hafi breytingin á forstjórinni verið ráðin um sömu mundir, hefði aldrei þurft að hækka verðið.

Hæstv. atvinnumálaráðh. taldi, að stjórninni hefði eigi þótt við þurfa að kreja þáverandi forstjóra verslunarinnar greinargerðar um einstakar framkvæmdir í versluninni. Þetta má rjett vera, ef stjórnin treystir ráðsmanni sínum. En hún verður að treysta honum vel, þegar svo er ástatt, að landsstjórnin verður að samþykkja og leggja úrskurð á hvert einstakt atriði, ef það skiftir máli. Og hjer er ekki um eitt einstakt atriði að ræða, heldur um mesta „politiska“ atriðið í sögu landsverslunarinnar. Jeg segi „politisk“, því að þar sem verslunin er rekin fyrir landsfje, þá hljóta allar meiri háttar framkvæmdir að vera há„politisks“ eðlis og varða að sjálfsögðu allan almenning. Hjer er ekki að ræða um hokurverslun einstaks manns, er enginn hefir rjett á að skifta sjer af. Hjer víkur alt öðruvísi við og þolir engan samanburð við slíkt.

Hæstv. atvinnumálaráðh. taldi þessa hækkun á sykurverðinu eðlilega og í samræmi við þær meginreglur, er landsverslunin hafi fylgt. Það mun nú öllum orðið ljóst, hvernig hækkunin hefir komið niður og á hverjum rökum hún hefir verið bygð. Og að lýsa svo yfir því, að þessi verðhækkun sje í fullu samræmi við meginreglu verslunarinnar, er frá mínu sjónarmiði algert rothögg á þessar meginreglur og alt fyrirkomulag verslunarinnar, a. m. k. eins og það var. Því að sje nokkuð óhæfilegt fyrirkomulag, þá er það það, að rjúka upp til handa og fóta og hækka slíka nauðsynjavöru að nauðsynjalausu. Almennilegur getur ekki þolað, að slíkt sje gert á ábyrgð landsins og með fjármagni þess. Ef þetta hefir orðið til þess, að slíkri meginreglu landsverslunarinnar hafi verið breytt, þá er það góðu heilli. Því að þetta er einhver hin allra óskaplegasta meginregla, er jeg hefi heyrf nefnda.

En ýmislegt bendir á, að þessari óskaplegu meginreglu hafi verið fylgt í fleiru. Þegar menn athuga þetta mál, reka menn sig á annað atriði, er allir þekkja. Það er alkunnugt, að skömmu áður komu hingað á Reykjavíkurhöfn, til landsstjórnarinnar, um 6.000 smál. af kolum og allmikið af salti. Það var og vitanlegt, að kolin kostuðu landsstjórnina 200 kr. smál. hjer á höfninni. Ekki hafa menn heyrt þess getið, að landið hafi áður keypt kol, er kostuðu meira en 300 kr. smál., og má gera ráð fyrir, að þær birgðir, er landsstjórnin átti áður, hafi alls eigi meira kostað að jafnaði, og öllu fremur nokkuð minna. Við þessar birgðir bætast svo 6.000 smál. á 200 kr. smál. Nú er það upplýst, eftir því, sem komið hefir fram áður í umr., að landsverslunin hafi reiknað einnig þessi kol á 300 kr. smál., og hæstv. fjármálaráðherra hefir nýlega skýrt frá því hjer í hv. deild, að þetta hafi verið jafnaðarverðið. Jeg geri ráð fyrir því, að hæstv. fjármálaráðherra hafi ekki vitað betur og að hann hafi haldið sjer við skýrslur frá forstjórn landsverslunarinnar. Þetta finst mjer óskiljanlegt jafnaðarverð. Það verður ekki skilið öðruvísi en að verðið á öllum birgðunum hafi verið hækkað svo, að það varð jafnhátt hinu hæsta. Ef menn athuga, hvern ágóða landsverslunin hefir haft af þessum umrædda farmi, er enginn vafi á því, að með þessu hafa 100 kr. verið lagðar á hverja smál., og nemur þá hagnaðurinn af þessum eina farmi ekki minna en 600.000 kr.

Nú verður að taka tillit til þess, hvað uppskipun kolanna kostar og kostnaðurinn við að senda „gjafakolin“ út um land, þótt þetta væri reiknað, myndi það ekki nema allmörgum tugum þúsunda, segjum 100 þús. kr. allur kostnaðurinn, og er þá vel í lagt. Þá er eftir 500.000 — ½ milj. króna gróði á kolunum, þessum farmi einum saman; jeg geri ráð fyrir líkum gróða á saltinu. Þegar nú þetta gerist rjett áður en sykurverðið er hækkað, hvað er það þá frá almennu sjónarmiði, sem rjettlætir þetta, að hækka? Jeg tala þetta að vísu til allrar landsstjórnarinnar, en vona þó, að hæstv. atvinnumálaráðherra sjerstaklega hafi heyrt það; en jeg sje hann ekki hjer í deildinni nú. Það ber alt að sama brunni. Öll þessi óskaplega verslunarmeginregla, að hækka í blindni verðið á öllum vörutegundunum, eða einhverjum vörutegundum, er til þess upp tekin, að sjálfsögðu, að ná sjer einhversstaðar niðri og ná einhverju upp í „skakkaföllin“.

Og það eru þessi skakkaföll, sem gera það að verkum, að gróði verslunarinnar er ekki meiri en kunnugt er, þrátt fyrir alt. Gróðinn hefði skift miljónum, ef þessi skakkaföll hefðu ekki verið, eða ef þau hefðu verið dálítið minni eða færri. Við höfum nú heyrt eitt dæmið, er sendimaður til Ameríku kostar um 6.000 kr. á mánuði, 60 þúsund á 10 mánuðum, maður, sem ekki er „diplomat“, en einungis agent fyrir útflutningsleyfi; fyrir nú utan þau skakkaföll, sem fólgin eru í óþörfum töfum skipa, óhæfilegum skipaleigum og vátryggingum. En þetta alt á nefnd sú, verslunarmálanefndin, er nú situr, að rannsaka og fá skýrslur um, svo að Alþingi fær væntanlega að heyra nákvæmar um það.

Loks er á það að minnast, að nú er það orðið bert, að þetta sykurfargan mun að vísu ekki eiga upptök sín hjá landsstjórninni beinlínis, heldur hafa komið til af ráðum þess manns, er landsstjórnin hafði sett yfir verslunina og nú hefir sýnt sig, að minsta kosti í því tilfelli, algerlega óhæfan til þessa starfs. Hann hefir í fyrsta lagi vanrækt, ef þörf hefir verið að hækka, að láta þá hækka í tíma, og í öðru lagi að kynna sjer þær birgðir, sem til voru óseldar hjer innanlands, hjá sýslumönnum; í þriðja lagi vanrækt að skýra fyrir stjórninni, hvað sykurinn kostaði erlendis í raun og veru, og þá ekki síst sykurinn, sem kom með „Íslandi“; í fjórða lagi ekki leitað fyrir sjer eða athugað, hvernig ástatt væri um sykurinn, er koma átti frá Danmörku, því að þá var ekkert komið í jós, er gerði það að verkum, að hann gæti ekki, eins og lofað var, komið þaðan. Og loks í fimta lagi hefir hann gersamlega misreiknað, ef hann hefir reiknað, og hækkað svo gálauslega verðið, að hækkunin nemur um of 18 og 28 au. pr. kg., eða sem hefði svarað til 300 þús. kr. skatts, í einu, á nokkurn hluta landsmanna.