15.07.1918
Sameinað þing: 7. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 586 í C-deild Alþingistíðinda. (2366)

115. mál, heildsala

Halldór Steinsson:

Mig furðar mjög á, að þessi till. er fram komin. Jeg skil ekki, hver tilgangurinn með henni er, nema ef vera skyldi sá, að þrýsta enn fastar einokunarstimplinum að enni þjóðarinnar. Jeg hefi áður hjer í þinginu talið afskifti landsins af versluninni fremur til að auka dýrtíðina en hitt. En þó að nú svo væri, að landsverslunin væri til bóta fyrir þjóðina, þá væri tillagan jafnóþörf og óhæf fyrir því, vegna þess, að þingið er nýbúið að samþykkja lög um, að landsstjórnin geti bannað innflutning á sumum vörutegundum og ákveðið verðið á vörunni, sem til landsins flyst. Enn fremur er til í landinu verðlagsnefnd, sem hefir sama starf með höndum. Það verður því ekki annað um till. sagt en að hún sje fram kornin annaðhvort af barnaskap eða þá til þess að vekja óánægju meðal einnar aðalstjettar landsins, kaupmannastjettarinnar. Hv. þm. Ísaf. (M. T.) sagði, að gerð hefði verið pöntun á mótmælum út um land. Jeg álít það alveg óviðurkvæmilegt að slá fram slíkum rakalausum orðum, eins og jeg líka vildi vita síðustu orðin, sem hann sagði, en það gerði hæstv. forseti, svo að jeg skal ekki neinu þar við bæta.