24.04.1918
Neðri deild: 9. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 519 í B-deild Alþingistíðinda. (348)

20. mál, eftirlaun handa Birni bankastjóra Kristjánssyni

Flm. (Þorleifur Jónsson):

Jeg skal þegar geta þess, að það er samkvæmt vilja og vitund Björns bankastjóra Kristjánssonar, að við berum þetta frv. fram. Hann hefir skýrt oss frá, að hann geti ekki starfað lengur við Landsbankann, og tel jeg engan vafa á, að ástæður hans fyrir því, að hann nú hverfur þaðan, sjeu góðar og gildar. Við flutnm. væntum þess, að málinu verði vel tekið og álítum, að það þurfi ekki í nefnd; vona jeg, að formgallar sjeu ekki á frv., eins og það er. Hvað innihald frv. snertir, höfum við fordæmi áður, þar sem var Tryggvi sál. Gunnarsson; voru honum veittar 4.000 kr. á ári eftir að hann fór frá bankanum, og þá upphæð fer þetta frv. fram á. Sje jeg svo ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um málið.