17.05.1918
Neðri deild: 25. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 215 í B-deild Alþingistíðinda. (49)

4. mál, almenn dýrtíðarhjálp

Fjármálaráðherra (S. E):

Það er að eins örstutt athugasemd, út af ræðu háttv. 1. þm. Húnv. (Þór. J ). Jeg ætla að svara háttv. þm. (Þór. J.) með litlu dæmi. Hugsum okkur hrepp, sem 300 íbúar eru í. Ef sá hreppur leggur 10 krónur á mann, þá fengi hann 1.500 krónur frá landssjóði. Setjum svo, að það væri hluti hreppsbúa, sem þyrfti styrksins með. Þá kæmu 1.500 krónur frá landssjóði og 3.000 krónur frá hreppnum til úthlutunar meðal 30 manna. Jeg get nú ímyndað mjer, að þetta myndi þykja góður styrkur handa þessum fáu mönnum. Það er vitanlega ekki búist við því, að þetta fari til allra jafnt, heldur að eins til þeirra, sem verst eru staddir.

Háttv. þm. (Þór. J.) sagði, að þegar fyrst var verið að ræða um till. háttv. meiri hl. nefndarinnar, hefði verið reiknað með þessari upphæð á hvern mann. Já, þegar öll upphæðin er gerð upp, er reiknað með því, en það þýddi auðvitað ekki, að hver einasti maður í sveitarfjelaginu fengi styrk, heldur að þessi upphæð skiftist á milli þeirra fáu manna í sveitarfjelaginu, sem styrks þurfa, og þá sjest það, um hversu drjúga hjálp getur orðið að ræða.