10.06.1918
Neðri deild: 45. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 709 í B-deild Alþingistíðinda. (659)

93. mál, bráðabirgða útflutningsgjald

Framsm. (Magnús Guðmundsson):

Jeg vil að eins benda háttv. þm. N. Þ. (B. Sv.) á, að það getur ekki komið til nokkurra mála, að sá borgi neitt, sem fær svo lágt verð fyrir vöruna, að landssjóður biði engan skaða, enda er það tekið fram berum orðum, að landssjóður eigi ekki að bíða skaða. Annars á það að verða reglugerðaratriði, hvernig haga á skattinum, og sá, sem fær meira verð fyrir vöru sína en landssjóður getur selt hana, verður að greiða svo háan skatt sem nægir til þess, að landssjóður verði skaðlaus. Þetta er eftir frv. alveg ljóst.