06.07.1918
Efri deild: 59. fundur, 29. löggjafarþing.
Sjá dálk 824 í B-deild Alþingistíðinda. (815)

109. mál, kaup landsstjórnarinnar á síld

Magnús Kristjánsson:

Þar sem útlit er fyrir, að málið fái að lifa af þessa umr. vil jeg enn þá einu sinni beina þeirri alvarlegu áskorun til hæstv. ráðherra að gera sem fyrst ráðstafanir til, að samningarnir verði fullgerðir, og ef enginn háttv. þm. mótmælir tel jeg þá mjer samþykka í því.

Jeg lít svo á, að ef frv. yrði felt hjer vegna þess, að á því atriði stæði, þá væri hjer það óhappaspor stigið, sem erfitt mundi fyrir að bæta.